Ferill 995. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.

Þingskjal 1458 —  995. mál.




Fyrirspurn


til matvælaráðherra um kvótasettar nytjategundir sjávar.

Frá Ingu Sæland.


     1.      Hvað hafa margar nytjategundir sjávar verið kvótasettar og hverjar eru þær?
     2.      Hvað var veitt mikið af hverri kvótasettri tegund síðustu fimm ár fyrir kvótasetningu hennar?
     3.      Hvað veiddist mikið af hverri kvótasettri tegund undanfarin fimm ár?
     4.      Á hvaða fimm ára tímabili veiddist mest af hverri kvótasettri tegund og hve mikið var veitt af hverri tegund á því tímabili sem veiði var mest?
     5.      Á hvaða fimm ára tímabili frá kvótasetningu hverrar tegundar veiddist minnst af hverri nytjategund og hve mikið var veitt af hverri tegund á því tímabili sem veiði var minnst?


Skriflegt svar óskast.